miðvikudagurinn 16. maí 2012
Opinn dagur 19. Maí
Þann 19. maí milli kl. 11:00 og 15:00 verður opinn dagur á Bílaverkstæði SB
Í tilefni að útgáfu þjónustukorta fyrir Heklu-bíla er haldinn þjónustudagur hjá Heklu og þjónustuaðilum um land allt 19.maí.
Happdrætti verður fyrir þjónustukorthafa sem hafa virkjað þjónustukort sitt inná hekla.is
Einnig aðstoðum við þá sem vilja, við að virkja kortið.
Ýmis tilboð eru í gangi fyrir þjónustukorthafa Heklu. Komdu og kynntu þér tilboðin.
Vorum að taka í notkun nýtt hjólastillitæki. Rétt hjólastilling getur skipt sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun.
Allir velkomnir að koma og skoða aðstöðuna hjá okkur.
Heitt kaffi á könnunni.