Bílgreinasambandið kynnir fyrirtæki september mánaðar
Bílgreinasambandið - bgs.is deildi tengli.
Bílaverkstæði SB ehf. Sindragötu 3, Ísafirði hóf störf 1. nóvember 2006 Ári síðar, eða október 2007 var opnað hjólbarðaverkstæði samhliða bílaverkstæðinu.
Bílaverkstæðið sér um viðgerðir og þjónustu fyrir allar gerðir bíla, stóra sem smáa. Viðgerðir á stórum bílum, vörubílum og rútum, hefur aukist til muna síðustu árin. Einnig tökum við að okkur viðgerðir á vinnuvélum (lyfturum, traktorum o.fl.). Við erum ávallt að bæta þekkingu starfsmanna okkar ásamt því að við tileinkum okkur nýjustu tækni fyrir bifreiðir hverju sinni. Við erum með sérhæfð verkfæri og tölvubúnað til að sjá um bilanagreiningu og viðgerðir og gerum okkur far um að uppfæra búnað og sérverkfæri samkvæmt kröfum framleiðanda til að þjónusta þá bíla sem eru á markaði, eftir því sem við höfum tök á. Við erum með 6 bílalyftur, þar af eina sem lyftir stórum bílum. Við sjáum um rúðuskipti og rúðuviðgerðir fyrir tryggingarfélögin.
Samhliða verkstæðinu rekum við varahlutaverslun þar sem til eru helstu varahlutir til viðgerða, en útvegum alla varahluti sem ekki eru til á lager með stuttum fyrirvara (þ.e. ef varan er til á landinu). Við mælum með að notaðir séu viðurkenndir varahlutir til viðhalds og viðgerða á bílum.
Á smurstöð okkar veitum við smurþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Á síðasta ári tókum við í notkun nýtt hjólastillitæki. Á hjólbarðaverkstæðinu fer fram öll almenn dekkjaþjónusta og dekkjasala. Við bjóðum uppá hraðþjónustu í smurningu, peruskiptum og skipti á þurrkublöðum. Einnig bjóðum við uppá neyðarþjónustu eftir hefðbundinn opnunartíma.
Í dag eru 7 ½ stöðugildi hjá Bílaverkstæði SB ehf. Þar af eru 5 stöðugildi við viðgerðir, með verkstjóra, eitt stöðugildi er á lager/verlslun og 1 ½ stöðugildi á skrifstofu.
http://www.bilaverkstaedisb.is/
Erum einnig á facebook