Bílaverkstæði SB 5ára
Í dag 1. nóvember 2011 er Bílaverkstæði SB 5 ára. Af því tilefni er heitt á könnunni fyrir þá sem vilja kíkja við.
Haustið 2006 keypti Laugi ehf. tækjabúnað og húsnæði að Sindragötu 3, Ísafirði. Laugi ehf. er í eigu Sigurlaugs Baldurssonar og Margrétar R. Hauksdóttur. 1.nóvember sama ár var opnað Bílaverkstæði SB í húsnæðinu og hefur verið starfrækt þar síðan. Í upphafi unnu hjá fyrirtækinu fjórir menn, auk eigenda, þ.e. þrír á gólfi við viðgerðir og einn í móttöku/lager. Í dag vinna hjá fyrirtækinu auk eigenda, fjórir menn við viðgerðir, einn í mótöku /lager og hálf staða á skrifstofu.
Bílaverkstæði SB þjónustar bíla frá níu bílaumboðum, Heklu, Ingvar Helgason, B&L, Brimborg, Kraft, Bílabúð Benna, Öskju, Bernhard og Klett. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 9 bilanagreinum fyrir hinar ýmsu bílategundir. Fyrirtækið hefur fjárfest í hjólastillitæki sem væntanlega verður komið í notkun um áramót. Þann 28. Október 2011 var undirritað við bílaumboðið Hekla samningur um þjónustu á Skoda, Wolkswagen og Mitsubishi bifreiðum, sem veitir verkstæðinu beinan aðgang að miðlægum gagnagrunni í Þýskalandi, að tæknimönnum þar og tæknimönnum Heklu varðandi öll þjónustuatriði sem tengjast þessum bílum.